Verkefni í heimabyggð
Keflavíkurklúbburinn hefur stutt ákveðin verkefni í heimabyggð sérstaklega. Má þar nefna einstaklinga, fjölskyldur og ýmis samtök á Suðurnesjum. Styrkveitingar hafa verið nýttar til náms, til kaupa á ýmsum búnaði, til að hjálpa fjölskyldum með veik börn sem hafa þurft að sækja læknisaðstoð út fyrir landssteinana. Helstu samtökin sem hafa þegið styrk eru Suðurhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, Velferðarsjóður Keflavíkurkirkju, Krabbameinsfélag Suðurnesja, Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja og Öspin sem er sérdeild fyrir fatlaða nemendur.