Roðagyllum heiminn - 16 daga átak
Dagana 25. nóvember til 10. desember beita alþjóðasamtök Soroptimista sér fyrir því að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu "Roðagyllum heiminn".
Það er aldrei mikilvægara en nú á tímum Covid-19 að vekja athygli á þessum málaflokki, verkefnið fellur vel að markmiðum Soroptimista og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þar er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti kynjanna, heilsu og vellíðan.
Við systur í klúbbnum okkar berum merki okkar í barmi þessa daga. Við klæðumst roðagylltu til að minna á og vekja athygli á átakinu og við hugsum til þeirra sem búa við ofbeldi í umhverfi sínu.