Jólafundur 2022
Jólafundurinn var haldinn á heimili formanns þann 12. desember síðast liðinn, þar sem 23 systur mættu og áttu saman góða stund.
Þekktu rauðu ljósin
Átakinu lokið formlega í dag á "Degi Soroptimista" og slökkt verður á roðagyllingu skólans. Nokkrar "systur" frá klúbbi Hóla og Fella með skólastjóra og umsjónarmanni FB þakka fyrir sig en baráttan gegn ofbeldi heldur áfram.
Fyrstu 1000 dagar barnsins - styrkur
Systur úr stjórn Soroptimistaklúbbs Hóla og Fella afhentu Heilsugæslunni Efra Breiðholti 45 bækur: "Fyrstu 1000 dagar barnsins" barn verður til. Höfundur bókarinnar er Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir en hún vinnur hjá "Miðstöð foreldra og barna" MFB sem er geðheilsuteymi - fjölskylduvernd. Bækurnar voru keyptar til stuðnings MFB og verða afhentar öllum konum sem koma í fyrstu skoðun í mæðravernd á Heilsugæslunni í Efra Breiðholti.
Á meðfylgjandi mynd eru Bryndís ritari, Sigurbjörg gjaldkeri, Guðrún formaður og ljósmæðurnar Hólmfríður og Guðrún.
Heimsókn í Hafró
Klúbbfundur í apríl var haldinn í boði Guðrúnar Þórarinsdóttir á vinnustað hennar Hafró. Hafró er nýlega flutt í nýtt og glæsilegt hús í Hafnarfirði. Svanhildur Erlingsdóttir starfsmaður og vinnufélagi Guðrúnar gekk með systrum um húsið sem er einstakt að því leiti að allur efniviður er náttúrulegur. Svanhildur fræddi systur um starfsemina sem er stórmerkileg og vakti áhuga og athygli systra, óhætt að segja að margt hafi komið skemmtilega á óvart í lífríki sjávarins við Ísland.
Styrkveiting
Systur í Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella færðu á dögunum Fella- og Hólakirkju 25 stk gjafakort hvert á kr. 20.000 að gjöf sem kirkjan úthlutar til þeirra sem á þurfa að halda þessi jólin.
Breiðholtstíðindi segja frá roðagylltum FB og aðkomu okkar systra í Hóla og Fella kúbbi
Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna sem hafa það að meginmarkmiði að stuðla að bættri stöðu kvenna með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.
Soroptimistar á Íslandi ásamt Soroptimistum um allan heim hafa tekið þátt í "Ákalli framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um að roðagylla heiminn".
Átakið hófst 25. nóvember og því lýkur 10.desember á Mannréttindadegi Sameinuðu Þjóðanna.
Markmiðið er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum.
Víða á Íslandi eru byggingar lýstar upp með roðagyllingu (appelsínugulu) á áðurnefndu tímabili og sömuleiðis sendiráð Íslands víða um heim.
Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella í Breiðholti tekur þátt í þessu verkefni og leitað var til skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem tók erindi klúbbsins mjög vel og er skólinn nú lýstur upp með roðagylltri lýsingu.
Fjölbrautarskólinn í Breiðholti roðagylltur
Í kvöld tók skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti á móti okkur soroptimistasystrum sem skreyttum okkur appelsínugulu í stíl við roðagylltan skólann. Það er afar ánægjulegt hversu vel forsvarsmenn skólans tóku áskorun okkar um að lýsa upp skólann og bera nemendum og starfsfólki skólans fréttir af 16 daga átakinu. Þau munu segja frá því á heimasíðu sinni, instagram og facebook.
Roðagyllum heiminn - 16 daga átak
Dagana 25. nóvember til 10. desember beita alþjóðasamtök Soroptimista sér fyrir því að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu "Roðagyllum heiminn".
Það er aldrei mikilvægara en nú á tímum Covid-19 að vekja athygli á þessum málaflokki, verkefnið fellur vel að markmiðum Soroptimista og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þar er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti kynjanna, heilsu og vellíðan.
Við systur í klúbbnum okkar berum merki okkar í barmi þessa daga. Við klæðumst roðagylltu til að minna á og vekja athygli á átakinu og við hugsum til þeirra sem búa við ofbeldi í umhverfi sínu.
Falleg kveðja til systra
Á klúbbfundi í kvöldi færði Sigurbjörg Á Heiðarsdóttir okkur þessa fallegu kveðju sem á einstaklega vel við núna á þessum óvenjulega tíma og vinir eru verðmætir.
Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð
til þín vildi ég semja þennan óð
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður
Að heyra í þér, aldrei mig tefur
Sérstök, dugleg, traust og trú
Vitur, hjálpsöm ...., það ert þú
Hlý og bjartsýn, til í spjall
Þú getur stoppað hið mesta fall
Einstök, stríðin, líka feimin
Hugrökk, djörf, stundum dreymin
Allt jákvætt get ég sagt um þig
alltaf áttu tíma fyrir mig
Vináttan okkar er mér mikils virði
Vinkonur verið frá Hornafirði
eitthvað sérstakt höfum við átt
huggað hvor aðra, þegar eigum við bágt
Alltaf er gott að leita til þín
Þú ert besta vinkona mín
Þakka vil þér af öllu hjarta
Engu hef ég yfir að kvarta
Alltaf munt þú eiga mig að
Því í hjarta mínu áttu stað
Því ég lofa um eilífð alla
Ef einhvern tíma þarft´að kalla!
Katrín Ruth Þ.
1979 -