Stóll fyrir iðjuþjálfun

stoll1Þann 3. nóvember 2021 fór fram formleg afhending vinnustóls til endurhæfingadeildar HSA. Stóllinn var keyptur á síðasta starfsári en vegna covid var ekki hægt að afhenda hann fyrr, stóllinn sem kostaði kr. 936,589 með VSK (fæst endurgreiddur) var fjármagnaður af sölu kærleikskúlu og jólaóróa.
Vinnustóllinn mun nýtast fötluðum börnum og ungmennum sem sækja iðjuþjálfun á endurhæfingadeild HSA. Það var systir okkar Eygló Daníelsdóttir, iðjuþjálfi sem valdi stólinn og tók á móti honum ásamt Þórörnu Gró Friðjónsdóttur rekstrarstjóra HSA á Egilsstöðum og Vopnafirði.