Vorhreinsun í Kirkjumiðstöð 2021

kma2021Eitt af árlegum verkefnum klúbbsins okkar er að hreinsa til í Kirkjumiðstöðinni, þegar líða tekur á vorið og áður en sumarbúðir Þjóðkirkjunnar hefjast. Hefur klúbburinn gert þetta í mörg ár að launum fyrir afnot af fundaraðstöðu yfir vetrartímann.

Að þessu sinni hittumst við nokkrar systur ásamt tveimur mökum þann 31. maí, brettum upp ermar og þrifum bæði innandyra og hreinsuðum stétt og beð úti við.  Veðurguðirnir voru nokkuð til friðs, það var þurrt og sæmilega hlýtt í skjóli undir suðurvegg. Á meðan hreinsun stóð var Rúna Dóra í eldhúsinu að elda handa okkur dýrindis steik og meðlæti. Það var ljúft að setjast niður saman og borða góðan mat og spjalla svolítið í leiðinni.  Það var orðið alltof langt síðan systur höfðu haft tök á þannig nærandi samveru, útafdottlu…