Hvatningarverðlaunin í maí 2021

ingalindHvatningaverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands voru afhent þann 21. maí 2021. Að þessu sinni var það Inga Lind Klausen Bjarnadóttir sem fékk verðlaunin. Inga Lind þykir hafa sýnt fádæma dugnað og yfirstigið ótal hindranir í námi vegna námsörðugleika. 

Klúbburinn hefur mörg undanfarin ár veitt nýstúdínu verðlaun fyrir góðan árangur og seiglu í námi, oft við erfiðar aðstæður. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja stúlkur áfram til náms og/eða bætts árangurs, þótt leiðin sé ef til vill ekki alltaf greið.

Lokaverkefni Ingu Lindar, sem fjallar um ADHD.