Afhending bóka
Soroptimistaklúbbur Austurlands afhenti þann 27. febrúar Mæðra- og ungbarnavernd HSA á Egilsstöðum 40 eintök af bókinni “1000 fyrstu dagarnir, barn verður til” eftir Sæunni Kjartansdóttur. Ljósmæðurnar Ragnhildur Indriðadóttir og Gunnþóra Snæþórsdóttur veittu bókunum viðtöku. Bækurnar eru gjöf til þeirra sem eru að verða foreldrar í fyrsta sinn og að sögn ljósmæðranna er þeim mjög vel tekið. Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur áður gefið Mæðra- og ungbarnavernd HSA á starfssvæði klúbbsins 50 eintök af bókinni og mun líklega halda áfram með þetta verðuga verkefni.