Teppi fyrir sjúka og aðstandendur þeirra
Verkefnið hófst á fyrra starfsári og var eitt teppi afhent Landsspítalanum sl. haust. Það fór í hvíldarherbergi fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra. Annað teppi var svo afhent Sjúkrahúsinu í Neskaupsstað seinni hluta vetrar. Það verður notað á göngudeild lyfjagjafa þar sem sjúklingar þurfa að dvelja í einhverja klukkutíma í hvert sinn. Við eigum töluvert af bútum í þriðja teppið, náum vonandi að klára það í vetur og afhenda Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem margir austfirðingar fara í meðferðir í hverjum mánuði.