Tölum íslensku.
Verkefnið var í gangi veturinn 2015-2016 og var mæting þá frekar dræm. Við erum í þessu með RKÍ og þær eru leiðandi aðili. Á síðasta fundi vinnuhópsins var ákveðið að gera hlé á verkefninu, reyna að finna því aðra umgjörð, s.s. að færa okkur yfir í húsnæði Rauða krossins og reyna að nýta samlegðaráhrifin þar. Einnig að vera með skilgreind umræðuefni, s.s. matargerð, skólamál, samgöngur o.s.frv. Við höfum ekki lokað þessu verkefni en bíðum frumkvæðis RKÍ um framhaldið.