Skip to main content

Gjöf til Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

egs afhBekkur í búningsklefa fatlaðra var afhentur Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. júní 2022.  Hann var keyptur fyrir ágóða af sölu kærleikskúla og jólaóróa, en fjármunir sem þannig er aflað eru eyrnamerktir fötluðum ungmennum á austurlandi.

Björn Ingimarsson, Karen Erla Erlingsdóttir og Guðmundur Jóhannsson tóku við gjöfinni fyrir hönd Múlaþings og buðu upp á kaffi og köku.  Á myndinni eru auk Björns, Kristjana formaður og Þorbjörg gjaldkeri.