Skip to main content

Hreinsunardagur í KMA

kma 2020 2kma 2020 3Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum er okkar fasti fundarstaður og nýtist okkur vel, þó stundum þurfum við að finna okkur annan fundastað ef færð og veður eru erfið.  Á hverju ári förum við svo og þrífum og snyrtum innan dyra og utan til endurgjalds fyrir afnotin.

Þriðjudagurinn 2. maí var tiltektardagur að þessu sinni.  Á staðinn mættu 13 systur, 1 maki og 3 börn.

Svefnálman var þrifin og beð og stétt hreinsað utan dyra.  Einnig var kurlað mikið af greinum og viði sem lá á lóðinni eftir grisjun í vetur.  Kurlið var sett í beð eða geymt til að nota síðar.