Hreindýrapaté 2022
Hreindýrapaté Soroptimistaklúbbs Austurlands er að verða fastur liður í jólahaldi margra, ekki síst systra okkar um allt land. Strax og hreindýraveiðin hefst síðsumars er Ása komin á stúfana, hefur samband við mann og annan og safnar lifrum í frystikistuna sína. Svo þarf að finna umbúðir, prenta og útbúa merkingar, semja um flutning við Flugfélagið og ekki síst, selja vöruna og dreifa henni. Arna Soffía hefur samband við allar systur og heldur utan um þetta. Framleiðslan sjálf fer fram í eldhúsi Kirkjumiðstöðvar Austurlands undir styrkri stjórn Rúnu Dóru. Til aðstoðar eru svo nokkrar vaskar konur til viðbótar. Heyrst hefur að Patéið í ár sé einstaklega vel heppnað enda hefur það selst vel. Síðustu fréttir voru að ekki væru eftir nema 2 dósir.