LOKSINS LOKSINS !!!!!
Jibbbbíiiii !!! Það kom að því að við systur gætum hist í eigin persónu. Febrúarfundur Mosfellsklúbbsins var haldinn á Blik hérna í Mosó. Nú gátum við loksins hist, sest niður, borðað góðan mat (jafnvel fengið okkur rautt í glas) spjallað, hlegið og haft gaman saman. Eíns og sjá má á myndum eru grímur orðnar eins og fylgihlutir.
Tvær systur voru leystar út með gjöfum en þær höfðu átt stórafmæli nýverið.
Hérna eru þessar stórglæsilegu konur, til hægri Ingibjörg Jónsdóttir, í miðið er Sólrún Björnsdóttir og með þeim er Hafdís Heiðarsdóttir formaður
Næst hélt hún Valgerður Magnúsdóttir eða Vallý eins og við þekkjum hana, svokallað egó erindi.
Hún hefur oft farið ótroðnar slóðir í lífinu og lætur ekki smá hindranir stoppa sig. Hún hefur líka verið mjög virk í félagsstarfi og verið driffjöður í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Það var sérlega skemmtilegt að fá innsýn í líf hennar.
Að erindinu loknu kom hún Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og fræddi okkur um ræktun plantna á svölum.
Var það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Mér hefði t.d. aldrei dottið í hug að vökva útiplöntur á veturnar og ef ég hefði séð til einhvers gera það, talið viðkomandi hafa tapað glórunni, en það er víst nauðsynlegt að gera við vissar aðstæður. Svona lærir maður alltaf eitthvað nýtt.