Skip to main content

Óvissuferð í maí 2019

Bókagjöfin

Heimsókn í Veröld

    FYRSTI FUNDUR VETRARINS Haust 2021

     

    Fyrsti fundur vetrarins hjá Soroptimistaklúbb Mosfellssveitar var á léttum nótum, farið var með rútu sem Jóhanna Valdís systir keyrði og leiðin lá í bústað í eigu einnar systur í Hestvík við Þingvallavatn, við borðuðum frábæran mat frá Grillvagninum og nutum kvöldsins eftir langa fjarveru, takk fyrir ánægjulegt kvöld.😘                                 

     

    LOKSINS LOKSINS !!!!!

    Jibbbbíiiii !!! Það kom að því að við systur gætum hist í eigin persónu. Febrúarfundur Mosfellsklúbbsins var haldinn á Blik hérna í Mosó. Nú gátum við loksins hist, sest niður, borðað góðan mat (jafnvel fengið okkur rautt í glas) spjallað, hlegið og haft gaman saman.  Eíns og sjá má á myndum eru grímur orðnar eins og fylgihlutir.

               

     

    Tvær systur voru leystar út með gjöfum en þær höfðu átt stórafmæli nýverið.

    Hérna eru þessar stórglæsilegu konur, til hægri Ingibjörg Jónsdóttir, í miðið er Sólrún Björnsdóttir og með þeim er Hafdís Heiðarsdóttir formaður

     

    Næst hélt hún Valgerður Magnúsdóttir eða Vallý eins og við þekkjum hana, svokallað egó erindi. 

    Hún hefur oft farið ótroðnar slóðir í lífinu og lætur ekki smá hindranir stoppa sig. Hún hefur líka verið mjög virk í félagsstarfi og verið driffjöður í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.  Það var sérlega skemmtilegt að fá innsýn í líf hennar.

    Að erindinu loknu kom hún Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og fræddi okkur um ræktun plantna á svölum.

    Var það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Mér hefði t.d. aldrei dottið í hug að vökva útiplöntur á veturnar og ef ég hefði séð til einhvers gera það, talið viðkomandi hafa tapað glórunni, en það er víst nauðsynlegt að gera við vissar aðstæður. Svona lærir maður alltaf eitthvað nýtt. 

    JANÚAR FUNDUR 2021

    Fyrsti fundur ársins var enn og aftur á zoom. Við létum okkur samt ekki leiðast.

    Fundurinn byrjaði á að hún Hafdís okkar formaður, las fyrir okkur mjög skemmtilegan pistil um árið sem var að líða. 

     

     

     

    Því næst hélt hún Guðfinna okkar, sem er ljósmóðir, erindi um hvernig barnshafandi innflytjendum er mætt. Hvað er vel og hvað mætti betur fara. Var það mjög fróðlegt.

    Ég biðst afsökunar á myndgæðum en svona fer zoomið stundum með mann :)

     

    Síðast en ekki síst kom til okkar í heimsókn hún María Björk talskona. Hún fræddi okkur um hin ýmsu verkefni sem samtökin standa að og hvernig markmið Sameinuðu þjóðanna samrímast vel markmiðum soroptimista.  Það var mjög skemmtilegt og fræðandi á að hlusta.

    Alþjóðlegt átak, roðagyllum heiminn

         Dagana 25. nóvember til 10. desember stóðu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka fyrir sextán daga átaki á heimsvísu „Orange the world". Markmiðið þessa átaks er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Í ár beindist átakið að áhrifum kóvíd-19 á kynbundið ofbeldi.
         Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar tók þátt í verkefninu og  lýstu m.a.  upp kirkjur bæjarins, Gljúfrastein og Álafossinn.

       Í tilefni átaksins vorum við með til sölu falleg handsteypt kerti með myndskreyttum borða. Kertin voru frá Ás vinnustofu og komu í tveimur stærðum.  Ágóði af sölu kertana var notaður til styrktar kvennadeild Hlaðgerðarkots.

    Seldust þau upp á mettíma.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    Hérna sést Álfafossi  baðaður appelsínugulu ljósi

                                                                            

    Svo tekur náttúran þátt í að minna á átakið

       

    LAUFABRAUÐ TIL FJÁRÖFLUNAR

     

     Nú er komin vetur  og voru allir að vonast til að við yrðum laus við covid og lífið komið í fyrra horf. Það er því miður ekki raunin. Við Mosfellssystur látum það þó ekki aftra okkur. Við höldum fundi á netinu og sami krafturinn í systrum eins og áður.

    Nú er starfið í kringum okkar aðal fjáröflun hafið en það er sala gómsæts laufabrauðs.   Yfirleitt  hittumst við og skerum  og steikjum og höfum gaman saman.  En við hlíðum Víði og þríeykinu og  þá er auðvitað ekki hægt að stefna saman öllum systrum. Laufabrauð er þess vegna skorið í gríð og erg um allan Mosfellsbæ  þessa dagana  og grímur notaðar þegar hist er. 

     

    Við pottana standa galvaskar þær Vallý  og Hafdís formaður.

    Þær fengu grímuundanþágu vegna hitans við pottana.