Skip to main content

Óvissuferð í maí 2019

Bókagjöfin

Heimsókn í Veröld

    LAUFABRAUÐ TIL FJÁRÖFLUNAR

     

     Nú er komin vetur  og voru allir að vonast til að við yrðum laus við covid og lífið komið í fyrra horf. Það er því miður ekki raunin. Við Mosfellssystur látum það þó ekki aftra okkur. Við höldum fundi á netinu og sami krafturinn í systrum eins og áður.

    Nú er starfið í kringum okkar aðal fjáröflun hafið en það er sala gómsæts laufabrauðs.   Yfirleitt  hittumst við og skerum  og steikjum og höfum gaman saman.  En við hlíðum Víði og þríeykinu og  þá er auðvitað ekki hægt að stefna saman öllum systrum. Laufabrauð er þess vegna skorið í gríð og erg um allan Mosfellsbæ  þessa dagana  og grímur notaðar þegar hist er. 

     

    Við pottana standa galvaskar þær Vallý  og Hafdís formaður.

    Þær fengu grímuundanþágu vegna hitans við pottana.