Skip to main content

Í berjamó

Vígsla á bekk

Búðaverkefni 2016

Skagafjörður 2016

    Sögur af konum á Snæfellsnesi

    Brot úr formála

    Þegar 100 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt var ákveðið hér vestur á Snæfellsnesi að líta um öxl og segja sögur nokkurra vel valinna snæfellskra kvenna. Um leið og sagt er frá lífshlaupi þessara kvenna er líka varpað ljósi á sögu mannlífs á Snæfellsnesi.
    Soroptimistasystur skipulögðu verkefnið vel, skipuðu sér í hópa og kynntu þær konur sem valdar voru á félagsfundum. Frásögn um eina konu birtist í  hverjum mánuði í héraðsfréttablaðinu Jökli. Sýning um konurnar var sett upp í Átthagastofu Snæfellsbæjar sumarið 2015. Það hefur verið gaman og gefandi að rifja upp sögur þeirra kvenna sem ruddu brautina á svo mörgum sviðum.

    Vegna fjölmargra áskorana er sögunum hér safnað saman á aðgengilegan hátt.

    (lesa má allan formálann og ritið hér)

    Fyrir hönd Soroptimistasystra á Snæfellsnesi
    Ólafsvík 21. september 2016
    Ragnheiður Víglundsdóttir,
    Þóra Kristín Magnúsdóttir
    og Ragnhildur Sigurðardóttir