Skip to main content

Heimsókn í Bessastaði

Önnur mynd

Þriðja mynd

    Sólveig Pálsdóttir - Blóðdropinn 2020

    Sólveig Pálsdóttir hlaut Blóðdropann 2020 fyrir skáldsögu sína, Fjötra. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu íslensku glæpasögu undanfarins árs. Útgefandi bókarinnar er Salka. Í ár voru 20 glæpasögur tilnefndar. Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum og er verðlaunabókin framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna árið 2021. Dónmefnd skipuðu Páll Kristinn Pálsson, formaður, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.

     

        103780491 1638809246294728 6492670686501351520 o    102332599 1638813642960955 3509087263078493159 o Copy

     

    Í umsögn dómnefndar segir Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur sé verðskuldaður
    sigurvegari. Sólveig fléttar saman á frumlegan og öruggan hátt
    sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem
    litast af leyndarmálum fjölskyldna. Ljóst er frá fyrstu síðu að lesandi er í öruggum
    höndum höfundar sem hefur góð tök á öllum þráðum fléttunnar og hefur vandað til
    verks. Frásögn Sólveigar er í senn spennandi, áhugaverð, kímin og sorgleg.
    Afraksturinn er bók sem lætur engan ósnortinn.