• Menningarhúsið Kópavogi

 • Krakkapottur

 • Kópavogskirkja

 • Golf á Sigló

  4 nýjar systur voru teknar inn á 45 ára klúbbsins

  101689345_10219536490497246_7490874873255866368_n.jpg

  8. júní 2020 var haldinn fundur í sal siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi eftir samkomubann vegna Covid. Mikil ánægja var hjá systrum að hittast aftur. Haldið var upp á 45 ára afmæli klúbbsins með veislumat og skemmtun. 4 nýjar systur voru teknar inn í klúbbinn.

  101824447_10219536642981058_3189244237504785947_n.jpg

  Anna María Soffíudóttir frá Bókasafni Kópavogs kom í heimsókn og færði klúbbnum súkkulaði og blóm sem þakklætisvott fyrir framlag klúbbsins við bókaútburð.

   bok.jpg

  Sameiginlegur fundur með Fella- og Hólaklúbbi

  Mánudaginn 10. febrúar fékk  klúbburinn heimsókn frá systrum úr Fella- og Hólaklúbbi. Fundurinn var haldinn í sal á Veðurstofu Íslands.  María Björk Yngvadóttir talskona Soroptimistasambands Íslands kom á fundinn og sagði frá starfi sínu fyrir sambandið og annað í tengslum við störf Soroptimista. Báðir klúbbar voru með í sölu fjáröflunarvarning. Fjáröflunarnefnd Kópavogsklúbbs var í fyrsta sinn að kynna vörur sem komu frá fangelsinu að Hólmsheiði.Resized 20200210 181142 2601

  Hafdís fór yfir þríhyrninginn og benti á að klúbbarnir væru alltaf að vinna innan Skipurits Soroptimista.

   

  Styrkur afhentur Arnarskóla

  Mynd frá Signy Thordardottir.Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 afhenti stjórn Arnarskóla styrk frá klúbbnum sem var afrakstur söfnunar á jólafundinum. Stjórnin fékk góða kynningu á starfsemi skólans frá Maríu Sigurjónsdóttur fagstjóra skólans. Þakkaði hún vel  fyrir styrkinn fyrir hönd skólans sem kemur að góðum notum. Á myndinni er María Sigurjónsdóttir ásamt fulltrúum úr stjórn .

   

  Kópavogssystur fóru í heimsókn til systra í Grafarvogsklúbbi

  Mánudaginn 20. janúr fór klúbburinn á fund með Grafarvogssystrum í Borgum félagsmiðstöð í Spönginni. Fundinum hafði verið frestað um viku vegna veðurs. Hefðbundin dagskrá var haldin. Sigurós Þorgrímsdóttir var með jákvæðar fréttir fyrir hönd Kópavogsklúbbs þar sem hún sagði m.a.  frá verkefnum Kópavogssystra og heimsókn systra í Kvennafangelsið að Hólmsheiði þar sem afhentar voru tvær saumavélar. Báðir klúbbar voru með í sölu fjáröflunarvarning. Ingibjörg Jónasdóttir landssambandsforseti kom í heimsókn á fundinn.

  Gravarv

  Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hélt fróðlegt erindi sem hét „Aftökur á konum hérlendis á síðari öldum“

  Soroptimistaklúbbur Kópavogs færir Kvennafangelsinu á Hólmsheiði gjöf

  Soroptimistaklúbbur Kópavogs fór í heimsókn á Hólmsheiði og afhentu fangelsinu tvær saumavélar að gjöf ásamt saumaefni.
  Saumavélarnar munu koma að góðum notum til að bjóða fleiri föngum upp á fjölbreyttari og uppbyggilegri vinnu.soro

  Á meðfylgjandi mynd eru félagar úr Soroptimistaklúbbi Kópavogs, Margrét Frímannsdóttir, Erla Alexandersdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Auður Margrét Guðmundsdóttir fangavörður og verkstjóri á Hólmsheiði sem tók við gjöfinni.

  Landsátak Soroptimsta #Roðagyllum heiminn#

  Systur í Kópavogsklúbbi klæddu sig upp í appensínugulan lit á síðasta klúbbfundi til að sýna stuðning í 16 daga vitundarvakningu frá 25. nóvember til 10. desember gegn kynbundnu ofbeldi.

  Mynd frá Hólmfríður Pálsdóttir.

  • 1
  • 2