• 8. júní 2020

   

 • 8. júní 2020

 • Fyrsta mynd

  Fyrsta mynd

  20180528 193133 Grasagardurinn

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

 • Vorferð í Sky Lagoon 2021

  Inntaka nýrrar systur

  Ný systir var tekin inn í klúbbinn okkar á fundi í Borgum 10.maí.  Hún heitir Theódóra Ólafsdóttir og er meistari í hárskurði. Bjóðum við hana velkomna.

  Theódóra

  Marsfundur

  Hildur Jónsdóttir

  Hildur Jónsdóttir frá Suðurlandsklúbbi var gestafyrirlesari hjá okkur á Teams.  Hún fræddi okkur um Sigurhæðir sem er verkefni þeirra Suðurlandssystra og snýr að þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis.  Heimilið Sigurhæðir verður formlega opnað 20. mars.  Grafarvogssystur hrifust mjög af þessu verkefni.

  Jólafundur

  Screenshot 2020 12 09 at 22.04.38

  Jólafundur Grafarvogssystra var að þessu sinni fjarfundur á Teams og vorum við flestar heima hjá okkur.  Ákveðið var að bíða með fínan mat þar til samkomutakmarkanir leyfa fleiri saman í hóp.  Systur skáluðu þó í mynd og haldið var í hefðir með að lesa jólaguðspjallið og jólasögu.  Góð mæting var á fundinum.

  25. nóvember roðagylltur dagur

  Klínik 1Klínik 2

  Klínik sjúkraþjálfun, Bæjarlind 14-16 tók fullan þátt í “ Roðagyllum heiminn” í dag 25. nóvember í upphafi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Glæsileg húsakynnin voru skreytt appelsínugulum og gylltum lit og starfsfólkið, bæði lifandi og liðið, skreytti sig í sömu litum. Ein Grafarvogssystra, Ásdís Þórðardóttir vinnur á Klínik sjúkraþjálfun og tók þátt í átakinu.

   

  Roðagylltar Grafarvogssystur

  RoðagylltarÞema nóvemberfundar hjá Grafarvogsklúbbi var appelsínugulur klæðnaður og fylgihlutir.  

  Soroptimistaklúbbur Grafarvogs hyggst senda fyrirtækjum og stofnunum í hverfinu beiðni um að taka þátt í átakinu ,,Roðagyllum heiminn" á þann hátt að lýsa upp byggingar eða tendra appelsínugul ljós.  Grafarvogsblaðið ætlar að birta grein um átakið og systur ætla að vera duglegar að minna á það m.a á Facebooksíðum sínum.

  Afhending styrks til Kvennaathvarfsins

  Á vorfundi Grafarvogssystra þann 8. júní fór fram styrkveiting til nýbyggingar Kvennaathvarfsins. Þær Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir tóku við gjöf Soroptimistaklúbbs Grafarvogs fyrir hönd Kvennaathvarfsins, að andvirði einni milljón.  Peningagjöf þessi er til að styrkja athvarf við byggingu áfangaheimilis og stuðla þannig að nýjum tækifærum þeirra sem hafa þolað heimilsofbeldi.  Á meðfylgjandi mynd eru þær Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir formaður Grafarvogssystra og Ásdís Þórðardóttir fyrrverandi formaður með þeim Sigþrúði og Eygló.

  Afhending styrks

  • 1
  • 2