Systur í Bakka- og Seljaklúbbi baka

Konur í Bakka- og Seljaklúbbi komu saman og bökuðu smákökur, biscotti, o.fl. fyrir basar sem þær standa fyrir í Mjóddinni 28. nóvember nk. kl. 10.30. Einnig verða pönnukökur og kleinur til sölu og ágóðinn rennur til Kvennaathvarfsins.

Í tilefni af 16 daga átaki sem Soroptimistar taka þátt í, og nefnt hefur verið Roðagyllum heiminn og er tileinkað baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, klæddust systur appelsínugulu og skreyttu borð í þeim lit. Átakið hófst formlega 25. nóvember og því lýkur 10. desember sem er dagur Sameinuðu þjóðanna.