Kökubasar til styrktar Kvennaathvarfinu

Bakka- og Seljaklúbbur stendur fyrir árlegum kökubasar í göngugötunni í Mjódd fimmtudaginn 28. nóvember og hefst hann kl. 10.30.

Ágóðinn rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og kaupa góðar kökur og kleinur og styrkja um leið mjög gott málefni.