Skip to main content
 • Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

 • Sumarlegar göngusystur

 • Þjóðarblómið holtasóley

  Frásögn af fjáröflunarstarfinu

  THjodarblomid verdmidi

  Helstu verkefni fjáröflunarnefndar árið 2023 er sala á söluvörum klúbbsins. 

  Holtasóley nælan er nú þegar komin í umboðsölu hjá Snorrastofu í Reykholti og í Lín Design á Smáratorgi og er verið að kanna hvort fleiri sölustaðir hafi áhuga að taka hana í sölu.

  Ef systur hafa einhver tök eða þekkja til söluaðila endilega kannið hvort áhugi sé fyrir að styrkja við bakið á klúbbnum, nælan kostar 2500 kr og ber ekki virðisaukaskatt og fer allur ágóði til styrktar góðum málefnum.

  Skólastyrkur frá SIE

  Þeódóra Thoroddsen, dóttir Ragnhildar Bragadóttur sem er systir í Bakka- og Seljaklúbbi, hlaut 2020 veglegan skólastyrk frá SIE. Þeódóra er í doktorsnámi við Oxford háskóla. Niðurstöður úr fyrri verkum hennar hafa verið gefnar út og hefur Þeódóra hlotið viðurkenningar og styrki fyrir.

  Aðrir styrkþegar eru Renata Emilsson Peskova, sem Reykjavíkurklúbbur mælti með, auk fleiri kvenna frá fjölmörgum löndum. Áhugavert er að lesa yfirlitið yfir hvað þær leggja stund á. Bakka- og Seljaklúbbur sendir Þeódóru og öðrum styrkþegum hamingjuóskir og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

  Nánar má lesa um styrkveitinguna á vef SIE með því að smella á eftirfarandi hlekk:

  http://www.soroptimisteurope.org/sie-scholarship-grants-2020-2021/?fbclid=IwAR2u1JyoF2KtG3sQ5WuvHz74H-bu7LAMY8RUkd6IfUzdirXv8HYlIbRv-b4

  Júní 2020

  Kaffisamsæti til heiðurs Guggu okkar

  70182878 10222166494818295 4247237693806739456 o

  Það var fríður hópur Bakka- og Seljasystra sem mætti á Kjarvalsstaði í kaffisamsætið með henni Guggu okkar þann 17. september 2019.

  Soroptimistaklúbbur Bakka- og Selja styrkir nýbyggingu Kvennaathvarfsins

  Kvennaathvarf

  Þann 11. september 2019 afhenti Kristín Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Bakka- og Seljaklúbbi, Kvennaathvarfinu styrk frá klúbbnum að upphæð tveggja milljóna króna sem ætlaður er nýbyggingu Kvennaathvarfsins.  Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra,  og Elín Jónsdóttir, stjórnarkona, veittu styrknum viðtöku fyrir hönd Kvennaathvarfsins.  Sigþrúður þakkaði styrkinn og veitti systrum dýrmæta innsýn í starf Kvennaathvarfsins með áhugaverðu erindi.