Hvatningarverðlaun í maí 2022
Karen Helga Ómarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands við útskrift úr ME 20. maí 2022.
Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur sem náðst hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Karen Helga Ómarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands við útskrift úr ME 20. maí 2022.
Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur sem náðst hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Þann 4. maí 2022 afhenti formaðurinn okkar, Eygló Daníelsdóttir, Seyðisfjarðarskóla vinnuborð fyrir nemanda með sérþarfir. Borðið var keypt fyrir ágóða af sölu kærleikskúla og jólaóróa sem við seljum á hverju ári.
Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri tók á móti borðinu.
Ragnhildur Billa, Þorgerður, Lukka og Bára Mjöll voru einnig viðstaddar.
Á jólafundinum okkar í byrjun desember bættist ein ný systir í hópinn. Hún heitir Unnur Birna Karlsdóttir. Með henni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.
Námskeiðið Þú og þinn styrkur var haldið þ. 16. október síðastliðinn. Það er í annað sinn sem 12 ára stúlkum í Múlaþingi var boðið að taka þátt í því á vegum klúbbsins.Það var haldið í Hlymsdölum að þessu sinni og mættu 15 stúlkur úr þremur skólum. Fyrir utan okkur þrjár sem kenndum á námskeiðinu voru nokkrar vaskar systur sem sáu um veitingarnar og voru til taks ef eitthvað kæmi upp á.