• Bókamarkaður

  • Gróðursetning á Seyðisfirði

  • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

  • Hvatningarverðlaun

  • Kirkjumiðstöðin

Gróðursetning á Seyðisfirði

gr sey hopurÍ vor fórum við að huga að gróðursetningu á Seyðisfirði sem átti að fara fram í fyrra (sbr. frétt).  Urðum við mjög glaðar þegar í ljós kom að hægt var að gróðursetja plönturnar í skriðusárið í hlíðinni fyrir ofan planið þar sem Silfurhöllin stóð áður.

Þriðjudaginn 28. júní fórum við svo í verkið. Begga kom með plönturnar sem hún hafði fóstrað síðan í fyrra, gróðursetningarverkfæri og áburð. Vaskur hópur systra og aðstoðarmanna var mættur til starfa og er skemmst frá því að segja að eftir réttan klukkutíma var búið að gróðursetja allar plönturnar og koma stóru plöntunni, sem pottuð var í fyrra, á heiðursstað í hlíðinni.

Skammt frá þar sem við vorum að planta, stendur grenitré, sem stóð af sér skriðuna og fékk nafnið Von eftir það. Var um það rætt í hópnum hvaða nafn plantan okkar ætti að fá. Ósk eða Trú voru efst á blaði, en ekki var ákveðið um það endanlega.

Að lokinni gróðursetningu var komið við á Skaftfelli og snæddur kvöldverður.

Gjöf til Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

egs afhBekkur í búningsklefa fatlaðra var afhentur Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. júní 2022.  Hann var keyptur fyrir ágóða af sölu kærleikskúla og jólaóróa, en fjármunir sem þannig er aflað eru eyrnamerktir fötluðum ungmennum á austurlandi.

Björn Ingimarsson, Karen Erla Erlingsdóttir og Guðmundur Jóhannsson tóku við gjöfinni fyrir hönd Múlaþings og buðu upp á kaffi og köku.  Á myndinni eru auk Björns, Kristjana formaður og Þorbjörg gjaldkeri.

Hreinsunardagur í Kirkjumiðstöðinni 30. maí 2022

kma ukrÁrlegur hreinsunardagur í KMA var vel sóttur bæði af systrum, úkraínskum vinkonum, börnum og einum maka.  Útivinnan gekk sérstaklega vel, enda margar hendur að verki og innandyra voru herbergin þrifin og gerð klár fyrir sumarbúðirnar.

Í lok dags borðuðu svo allir dásemdar mat í boði KMA, eldaðan af okkar eigin Rúnu Dóru.

 

Vinkonur um veröld alla 2022

rusa seyVerkefnið "Vinkonur um veröld alla" hefur verið í gangi síðastliðið ár, þó viðburðir hafi verið færri en til stóð, vegna ytri aðstæðna.

Laugardaginn 28. maí 2022 hittumst við í Seyðisfjarðarkirkju.  Þar voru saman komnar konur frá Íslandi, Úkraínu, Danmörku, Georgíu, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, ogHollandi. 

Sigga Dís bauð konur velkomnar og síðan tóku við ýmsir listamenn. Áslaug Sigurgestsdóttir kvað rímur.

Rusa Petriashvili frá Georgíu söng lög frá Georgíu og Úkraínu við eigin undirleik.  Einnig spilaði hún Úkraínska þjóðsönginn á kirkjuorgelið.

Síðan var farið í Safnaðarheimilið þar sem bornar voru fram veitingar sem komu úr ýmsum áttum.