• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Hvatningarverðlaunin í maí 2021

  ingalindHvatningaverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands voru afhent þann 21. maí 2021. Að þessu sinni var það Inga Lind Klausen Bjarnadóttir sem fékk verðlaunin. Inga Lind þykir hafa sýnt fádæma dugnað og yfirstigið ótal hindranir í námi vegna námsörðugleika. 

  Klúbburinn hefur mörg undanfarin ár veitt nýstúdínu verðlaun fyrir góðan árangur og seiglu í námi, oft við erfiðar aðstæður. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja stúlkur áfram til náms og/eða bætts árangurs, þótt leiðin sé ef til vill ekki alltaf greið.

  Lokaverkefni Ingu Lindar, sem fjallar um ADHD.

  Öskupokamyndband

  Þar sem ekki var hægt að halda öskupokanámskeið þetta árið vegna samkomutakmarkana, ákváðum við að gera í staðinn lítið myndband um öskupoka.  Við vorum í samstarfi við Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa.

  Janúarfundur á Zoom

  20211013 1000Janúarfundurinn okkar var haldinn á Zoom, mæting var þokkaleg og fundurinn málefnalegur.  En mikið verður gaman þegar við getum farið að hittast í alvörunni !

  Hvatningarverðlaunin desember 2020

  Hvatningarverðlaundes2020Hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands voru að venju afhent við útskriftarathöfn ME í desember sl. Þau hlaut að þessu sinni Vilborg Björgvinsdóttir.