Tvær nýjar systur voru teknar með formlegum hætti inn í klúbbinn á nóvemberfundinum. Erla Björk Jónsdóttir og Sólveig Anna Jóhannsdóttir. Erla er 43 ára prestur, fædd og uppalin í Garðabæ og býr nú á Reyðarfirði. Sólveig Anna er fædd og uppalin í Hrísey. Sólveig býr í Fellabæ og vinnur sem leikskólaliði.
Frá vinstri: Erla Björk, Sólveig Anna og Kristjana Björnsdóttir formaður.
Fyrsti fundur haustsins var að venju á Borgarfirði eystra. Vel var mætt og vel var tekið á móti okkur. Farið var í heimsókn í fyrirtækið Íslenskur Dúnn, þar sem framleidd eru rúmföt úr íslenskum æðardún. Ánægjulegt að hittast aftur í raunheimum.