Hvatningarverðlaun maí 2020
Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur undanfarið veitt nýstúdínu verðlaun fyrir góðan árangur og seiglu í námi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Markmið með verðlaununum er að hvetja ungar stúlkur áfram á sinni braut og jafnvel til áframhaldandi náms. Við útskrift Menntaskólans á Egilsstöðum núna í maí hlaut Katrín Ólafía Þórhallsdóttir hvatningarverðlaun klúbbsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá Katrínu með verðlaunin en útskriftin var óvenjuleg vegna Covid og voru einungis skólameistari, áfangastjóri og ljósmyndari fyrir utan nýstúdentana sjálfa á staðnum. Að þessu sinni voru verðlaunin peningagjöf að upphæð kr. 15.000 en oft hefur klúbburinn gefið bók.