Nýjar systur

Nyjar Systur 2019Á síðasta fundi, þ. 14. október, voru 3 nýjar systur vígðar í klúbbinn. Það voru þær Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Stefanía Birna Arnardóttir. 

Alltaf gaman að fá öflugar og flottar konur í þennan frábæra hóp og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhanna, Sigrún (formaður), Ragna Björg, Guðrún Helga, Stefanía og Svanhildur.

 

Fjölgun í Árbæjarklúbbi

ný systirný systir með meðmælendumNý systir, Kristín Halla Þórisdóttir, var boðin velkomin í klúbbinn okkar á fundinum 12. nóvember. Það voru þær Elly og Unnur sem voru meðmælendur og Svanhildur formaður sem bauð hana formlega velkomna og nældi í hana merki félagsins okkar. Það er ánægjulegt þegar fjölgar í okkar hópi og við bjóðum Kristínu Höllu hjartanlega velkomna.

Nýr vefur

tölva

Vefumsjónarmenn  soroptimistaklúbba á Íslandi eru að kynna sér nýtt vefsvæði klúbbanna á www.systur.is. Haldin hafa verið námskeið þar sem farið er í helstu atriði varðandi skráningu á upplýsingum fyrir klúbbana. Margrét fór á fyrra námskeiðið og Rannveig situr það síðara þegar þetta er skrifað. Það eru ýmsir möguleikar sem opnast með þessu vefsvæði og verður gaman að prófa sig áfram með alla möguleikana.

Dóra Petersen gerð að heiðursfélaga.

43610060 2138154576196728 5624991768467472384 nSystir okkar Dóra Petersen var gerð að heiðursfélaga þ. 8. október s.l. Innilega til hamingju! :) 

Þá eru þær orðnar þrjár, en áður höfðu þær Kristín Sjöfn Helgadóttir 2005 og Guðrún Kristinsdóttir 2008 verið gerðar að heiðursfélögum.

  • 1
  • 2