Nýr vefur

tölva

Vefumsjónarmenn  soroptimistaklúbba á Íslandi eru að kynna sér nýtt vefsvæði klúbbanna á www.systur.is. Haldin hafa verið námskeið þar sem farið er í helstu atriði varðandi skráningu á upplýsingum fyrir klúbbana. Margrét fór á fyrra námskeiðið og Rannveig situr það síðara þegar þetta er skrifað. Það eru ýmsir möguleikar sem opnast með þessu vefsvæði og verður gaman að prófa sig áfram með alla möguleikana.