• Heiðursfélagar

  Heiðursfélagar

 • Norrænir vinadagar

 • Stjórn 2018 - 2019

 • Árbæjarkirkja

 • Í systralundi

 • Roðagyllum heiminn

  Menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

  madrastyrksnefnd

  Klúbburinn okkar fór í fjáröflun um páskana með sölu á gulum túlipönum. Salan gekk mjög vel og var ákveðið að ágóðinn af sölunni færi til menntunarsjóðs mæðrastyrksnefndar en við höfum styrkt þennan sjóð undanfarin 3 ár. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi.

   

  Dyngjan.

  Nýlega gaf klúbburinn okkar 600.000 kr. til Dyngjunnar sem er áfangaheimili fyrir konur sem eru að fóta sig út í lífið aftur eftir áfengis- og vímuefnameðferð. 14 konur geta búið í Dyngjunni á hverjum tíma og eru sumar þessara kvenna með börn með sér. Dyngjan veitir konum allan þann stuðning sem þær þurfa fyrir breyttan lífstíl, heimilisöryggi og vernd fyrir utanaðkomandi áreiti. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn okkar styrkir Dyngjuna.

  1000 Fyrstu dagarnir

   1000dagar

  Bókin 1000 fyrstu dagarnir eftir Sæunni Kjartansdóttir er bók fyrir verðandi foreldra um foreldrahlutverkið og þroska og þarfir ungabarna frá getnaði og fyrstu 2 árin í lífi barns. Klúbburinn okkar hefur í samstarfi við ljósmæður í mæðravernd Árbæjar og Árbæjarapótek gefið öllum verðandi mæðrum sem eiga von á sínu fyrsta barni þessa bók. Við hófum þetta verkefni í lok árs 2017 og gáfum síðustu bókina í byrjun þessa árs. Á þessum 3 árum höfum við gefið 360 bækur. Finnst okkur verkefnið samræmast vel hugmyndafræði soroptimista.

  Nóvember fjarfundur.

  Vel heppnaður nóvemberfundur var haldinn heima hjá Rögnu gjaldkera.  Enn er 10 manna samkomubannn þannig að við mættum 9 til Rögnu og restin var á fjarfundi í gegnum Facebook sem gekk mjög vel.  

  Eftir að búið var að kveikja á kertunum þá tókum við inn nýja systur, Elvu Benediktsdóttur, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

  Nokkur erindi voru á fundinum.

  • Rannveig sagði okkur frá áhugaverðu námsleyfi í Róm á vorönn í upphafi heimsfaraldurs.
  • Ragna Guðbrands. sagði okkur frá rauðu ljósunum þar sem við erum að byrja í átakinu okkar "Roðagyllum heiminn".  Hægt er skoða myndböndin þar sem konur segja frá persónulegri reynslu sinni af ofbeldi
   https://www.youtube.com/watch?v=BkH8vC2UnOI
   https://www.youtube.com/watch?v=32uyBW5Ckdw
   Hægt er að finna fleiri myndbönd með því að gúgla "þekktu rauðu ljósin".
  • Ragna Guðbrands. var einnig með EGO-erindi, mjög skemmtilegt og áhugavert erindi.

  Við vonumst til að geta haldið jólafundinn okkar hátíðlegan 14.des ef það verður búið að auka fjöldatakmarkanir, krossum fingur :)

  ny systirfjarfundurhvatningkerti

  Aðalfundur október 2020 - fjarfundur.

  Aðalfundur var haldinn með óvenjulegu sniði í ár, en vegna Covid19 þá var ákveðið að halda fundinn að hluta til sem fjarfund vegna 20 manna samkomubanns. 28 systur mættu á fundinn en af þeim voru 14 á fjarfundi. Þar sem Zoom aðgangur SIÍ var frátekinn var ákveðið  að nota s.k. Herbergi á Fésbókinni (e. Room) þar sem Margrét Elísabet bjó til "herbergi" og allir gátu tengst þangað. Það gekk ótrúlega vel þó margar væru á fjarfundi í fyrsta sinn og við lærðum líka heilmikið á þessu en nú ættu allar að vita hvar "mute"-takkinn er ;) 

  adalfundur1 

    adalfundur5 adalfundur2

  Eftir hefðbundna byrjun á fundi var ný systir tekin inn í klúbbinn, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

  kertastjakinn  ny systir okt 2020

  Kristjana Jónsdóttir var kosin fundarstjóri og stýrði hún aðalfundinum með glæsibrag. Skýrslur formanns, gjaldkera og verkefnastjóra voru kynntar og samþykktar og svo myndaðist umræða um skemmtisjóð okkar systra og í hvað hann ætti að fara. Það verður rætt frekar á næsta fundi.

  adalfundur4 skyrsla verkefnastjora

  Valborg ætlar að láta vita af okkur hjá blómabændum en fram undan er verkefnið "Roðagyllum heiminn" þar sem við ætlum að selja appelsínugular rósir og svo verður túlípanasala fyrir jólin.