• Heiðursfélagar

    Heiðursfélagar

  • Norrænir vinadagar

  • Stjórn 2018 - 2019

  • Árbæjarkirkja

  • Í systralundi

  • Roðagyllum heiminn

Landssambandsfundur í Ólafsvík

 

Systur í Árbæjarklúbbi voru duglegar að mæta á landssambandsfund í Ólafsvík 23. apríl 2022. Alls 16 systur mættu til fundarins sem er rétt um 40% félaga. Við erum stoltar af því hversu margar áttu heimangengt til að láta sig starf landssambandsins varða. Það er líka svo gaman að vera saman og kynnast systrum úr öðrum klúbbum. 

Systur í Snæfellsnesklúbbi áttu veg og vanda að skipulagi og fórst það afar vel úr hendi. Við Árbæjarsystur þökkum kærlega fyrir okkur ❤

Blómasala fyrir páskana

 

Árbæjarklúbbur var með blómasölu fyrir páskana í fjáröflunarskyni. Boðið var upp á gula túlípana, 10 stk. í hverjum vendi sem seldir voru á kr. 3.000,-

Óhætt er að segja að salan hafi gengið vel því heildarsala var vel á fjórða hundrað vendir. Afhending fór fram 7. apríl og ljóst að gulir túlípanar prýða nú heimili margra velunnara klúbbsins og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir að styðja Soroptimista til góðra verka. 

Á myndinni má sjá Valborgu, formann klúbbsins, við afhendingu blómanna í vorsólinni í aprílbyrjun.

Njótið páskahelgarinnar og gleðilega páska.

 tulip33

 

 

Jólafundur 2021

skemmtinefnd

 

Árbæjarsystur héldu sinn jólafund desember. Skemmtinefndin hélt vel utan um undirbúning og var margt til gamans gert. Gómsætur matur var á borðum, ungir dansarar stigu dans, sönghópur söng jólalög, lesin var jólasaga og jólaljóð flutt, auk hefðbundinna fundarstarfa. Konur voru svo leystar út með gjafapokum sem í var glaðningur frá velviljuðum fyrirtækjum. Eins og hefðin bauð sameinuðust systur í söng í lok fundar og sungu inn jólin með Heims um ból.
Gleðilega hátíð 🎄❤

Menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

madrastyrksnefnd

Klúbburinn okkar fór í fjáröflun um páskana með sölu á gulum túlipönum. Salan gekk mjög vel og var ákveðið að ágóðinn af sölunni færi til menntunarsjóðs mæðrastyrksnefndar en við höfum styrkt þennan sjóð undanfarin 3 ár. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi.

 

Dyngjan.

Nýlega gaf klúbburinn okkar 600.000 kr. til Dyngjunnar sem er áfangaheimili fyrir konur sem eru að fóta sig út í lífið aftur eftir áfengis- og vímuefnameðferð. 14 konur geta búið í Dyngjunni á hverjum tíma og eru sumar þessara kvenna með börn með sér. Dyngjan veitir konum allan þann stuðning sem þær þurfa fyrir breyttan lífstíl, heimilisöryggi og vernd fyrir utanaðkomandi áreiti. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn okkar styrkir Dyngjuna.