• Norrænir vinadagar

 • Stjórn 2018 - 2019

 • Árbæjarkirkja

 • Í systralundi

 • Roðagyllum heiminn

  Nóvember fjarfundur.

  Vel heppnaður nóvemberfundur haldinn heima hjá Rögnu gjaldkera.  Enn er 10 manna samkomubannn þannig að við mættum 9 til Rögnu og restin var á fjarfundi í gegnum Facebook sem gekk mjög vel.  

  Eftir að búið var að kveikja á kertunum þá tókum við inn nýja systur, Elvu Benediktsdóttur, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

  Nokkur erindi voru á fundinum.

  • Rannveig sagði okkur frá áhugaverðu námsleyfi í Róm á vorönn í upphafi heimsfaraldurs.
  • Ragna Guðbrands. sagði okkur frá rauðu ljósunum þar sem við erum að byrja í átakinu okkar "Roðagyllum heiminn".  Hægt er skoða myndböndin þar sem konur segja frá persónlulegri reynslu sinni af ofbeldi
   https://www.youtube.com/watch?v=BkH8vC2UnOI
   https://www.youtube.com/watch?v=32uyBW5Ckdw
   Hægt er að finna fleiri myndbönd með því að gúgla "þekktu rauðu ljósin".
  • Ragna Guðbrand. var einnig með EGO-erindi, mjög skemmtilegt og áhugavert erindi.

  Við vonumst til að geta haldið jólafundinn okkar hátíðlega 14.des ef það verður búið að auka fjöldatakmarkanir, krossu fingur :)

  ny systirfjarfundurhvatningkerti

  Aðalfundur október 2020 - fjarfundur.

  Aðalfundur var haldinn með óvenjulegu sniði í ár, en vegna Covid19 þá var ákveðið að halda fundinn að hluta til sem fjarfund vegna 20 manna samkomubanns. 28 systur mættu á fundinn en af þeim voru 14 á fjarfundi. Þar sem Zoom aðgangur SIÍ var frátekinn var ákveðið  að nota s.k. Herbergi á Fésbókinni (e. Room) þar sem Margrét Elísabet bjó til "herbergi" og allir gátu tengst þangað. Það gekk ótrúlega vel þó margar væru á fjarfundi í fyrsta sinn og við lærðum líka heilmikið á þessu en nú ættu allar að vita hvar "mute"-takkinn er ;) 

  adalfundur1 

    adalfundur5 adalfundur2

  Eftir hefðbundna byrjun á fundi var ný systir tekin inn í klúbbinn, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

  kertastjakinn  ny systir okt 2020

  Kristjana Jónsdóttir var kosin fundarstjóri og stýrði hún aðalfundinum með glæsibrag. Skýrslur formanns, gjaldkera og verkefnastjóra voru kynntar og samþykktar og svo myndaðist umræða um skemmtisjóð okkar systra og í hvað hann ætti að fara. Það verður rætt frekar á næsta fundi.

  adalfundur4 skyrsla verkefnastjora

  Valborg ætlar að láta vita af okkur hjá blómabændum en fram undan er verkefnið "Roðagyllum heiminn" þar sem við ætlum að selja appelsínugular rósir og svo verður túlípanasala fyrir jólin.

  Handverkskonur í Sierra Leone.

  Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur undanfarin 2 ár stutt við handverks konur í Sierra Leone. Þær hafa gert það á þann hátt að kaupa af þeim handgerðar töskur og skartgripi og selt öðrum systrum á Íslandi. Konurnar hafa nýtt þessi nýju viðskipti með því t.d. að kaupa sér saumavél, yfirleitt fótsnúna því rafmagn er af skornum skammti, menntað börnin sín og notið þess að hanna nýjar vörur fyrir okkur.

  Nýjasta afurðin í ár eru grímurnar. Það er hún Martha, 26 ára, ein af 11 systkinum, sem hannaði og saumaði grímurnar. Fyrstu grímurnar voru saumaðar í höndunum en eftir fyrstu pöntun gat hún keypt sér saumavél. Martha deilir herbergi með 4 öðrum saumakonum og -manni. Martha getur nú í fyrsta sinn stutt 2 bræður sína til mennta og hefur hún sett sér það markmið að styðja öll systkini sín svo þau fái tækifæri til að komast í skóla. Einnig hefur hún áform um að leigja sitt eigið húsnæði til að vinna í.

  Martha

  Klúbburinn í Árbæ er stoltur af þessu verkefni og viljum við hvetja aðrar systur til að skoða vörurnar okkar frá Sierra Leone á heimasíðunni okkar. Við sendum hvert á land sem er. Allur ágóði sölunnar fer í að styrkja systur okkar í Afríku.

  Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri

  Fyrsti fundur eftir sumarfrí.

  Fyrsti fundur eftir gott sumarfrí var haldinn 14. september s.l.  Mjög gaman að hittast og spjalla saman. Vegna Covid var ákveðið að sleppa hlaðborði og fengum við súpu og brauð frá Fylgifiskum sem vakti mikla lukku.

  Guðrún Helga var með grímur frá Sierra Lione til sölu, 500 kr stykkið. Þetta er mesta tískuvara ársins 2020. Einnig vorum við með golfboltana okkar og minningarkortin til sölu.

  Fyrirlesari kvöldsins var Snjódrífan Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, 46 ára 4ra barna móðir frá Bíldudal, og henni til aðstoðar var Anna Sigríður Arnardóttir. Sirrý er forsprakki 11 kvenna hóps sem þveruðu Vatnajökul s.l. sumar til styrktar Krafti og LÍF.

  Sirrý greindist með krabbamein, fyrst 2010 þar sem meðferðin gekk mjög vel, og svo aftur 2015 sem var henni mikið áfall og mjög erfitt fyrir hana. Hún fékk einungis 1-3 ár í lífslíkur en vegna óbilandi hugrekki með jákvæðni og von í fyrirrúmi er hún orðin hrein.  Einstaklega skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur.

  Snjodrifur1Snjodrifur2

  Systur hittast aftur eftir langt hlé.

  Árbæjarsystur höfðu fund 11 maí s.l., eftir langt hlé vegna Covid. Mikið var gaman að hittast aftur og spjalla. Við fengum mat frá Lemon og féll það í góðan jarðveg.
  Fyrirlesari kvöldsins var Guðrún Ellen Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur á lungnadeild Lsh í Fossvogi. Hún sagði okkur frá sínum vinnudegi þegar faraldurinn stóð sem hæst í lok mars. Hún sýndi okkur klæðnaðinn sem starfsfólk þurfti að klæða sig í til þess að verjast veirunni. Hún klæddi sig í búninginn og sagði okkur svo hve mikilvægt væri að fara rétt úr þessum hlífðarfötum aftur.
  Ein systir, Halldóra Ingjaldsdóttir dressaði sig upp í búninginn líka 😊
  Næsta verkefni og lokaverkefni vorannar verður vorferð í júní.

  Gleðilegt sumar🌞

  Covid1 Covid2 Covid3 Covid4 Covid6

  • 1
  • 2