• Þórunn heiðursfélagi

 • Norrænir vinadagar 2018

 • Ittoqqortoormiit

  Heiðursfélagi níræð

  Elín Sigurjónsdóttir – 90 ára

  12. september sIMG 2862íðastliðinn varð okkar ágæta systir Elín Sigurjónsdóttir níræð. Að því tilefni bauð hún til kaffisamsætis fyrir nokkra vini og fyrrum samstafsfélaga. Fyrir hönd klúbbsins okkar mættu þær Margrét Eyfells og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Glatt var á hjalla þar sem notalegur húmor Elínar réð ríkjum og sungin voru nokkur af uppáhalds lögum afmælisbarnsins. Veislustjóri rakti stuttlega lífsferil Elínar, en hún er Austfirðingur í húð og hár, alin upp á Fáskrúðsfirði. Hún fór ung að heiman til að vinna fyrir sér. Elín hefur alltaf verið talsmaður réttlætis og þegar hún komst á því að vinnuveitandinn mismunaði kynjunum til launa ákvað hún að segja upp starfi sínu og fara í nám þar sem hún eygði sömu laun fyrir sömu vinnu. Að loknu kennaraprófi lá leiðin fljótlega til Akureyrar. Elín starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar og var afar farsæll kennari. Þórunn Sigurbjörnsdóttir flutti snjalla ræður þar sem hún rakt kynni þeirra „sérrý-systra“, en leiðir þeirra hafa lengi leigið saman, bæði í starfi og leik. Fyrir hönd klúbbsins færði Margrét Elínu fallegan blómvönd í litum Soroptimista. Takk fyrir ánægjulega stund kæra Elín og alla góða dagana í Barnaskóla Akureyrar. Helga Sigurðardóttir

  Treflar til sölu á Haustfundi 2019

  Treflar til sölu Við 4 fræknu systur ykkar erum á leið á Haustfund 2019. Við komum færandi hendi með glóðvolga og silkimjúka trefla í allskyns litum. Þeir eru til sölu  á kr. 3.900 😘

  Verkefni okkar eftir heimsmarkmiðum

  Heimsmarkið

  Skómessa til styrktar Grænlands verkefni

  Skómessa

  Skómessa á Akureyri
  Soroptimistaklúbbur Akureyrar efndi til skómessu laugardaginn 31.ágúst sl. og hóf þannig fjáröflun sína til styrktar konum sem búsettar eru í litlu þorpi, Ittoqqortoormiit, brothættri byggð á Austur-Grænlandi. Systur, vinkonur þeirra og vandamenn gáfu notaða, skó, slæður, veski og töskur í öllum stærðum og gerðum sem við seldum svo í portinu á Götubarnum og vakti þessi sala mikla athygli. Þar sem Akureyrarvaka var haldin þennan dag, var margt um manninn í bænum og fengum við mikinn fjölda fólks í heimsókn og var salan góð en einnig var áhugi fólks á verkefninu og stöðu þorpsins vakin. 

  Hugmyndin að þessu verkefni varð til fyrir nokkrum árum að frumkvæði systur okkkar, Helenu Dejak, sem á löng og falleg tengsl við þetta litla þorp, Ittoqqortoormiit og býr þar hluta úr ári. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að kenna konum að hreinsa og verka selskinn til að nota í þjóðbúninginn sem aðeins örfáar, jafnvel bara ein kona kann að gera en búningurinn er frábrugðinn þeim sem fólk klæðist á Vesturströndinni  Hins vegar er áhugi á að vinna úr sauðnautsull, en sú ull er einstök í heiminum og aðeins á færi nokkurra Grænlendinga að spinna úr henni þráð til að nota í flíkur og mikilvægt að sú þekking glatist ekki. 

  Continue reading

  Alheimsráðstefna í Kuala Lumpur

  Sigríður, Laufey og Margrét

  Alheimsráðstefna Soroptimista í Kuala Lumpur, 19. til 21. júlí 2019                                                                          Fleiri myndir

  Það voru níu íslenskir Soroptimistar ásamt eiginmönnum sem ferðuðust til Kuala Lumpur, 11 ½ klst flug frá London. Kuala Lumpur er stæðsta borg Malasíu sem og höfuðborg hennar. Borgin hefur verið endurbyggð að miklu leiti og er í dag glæsileg borg með skýjakljúfum upp í himinn. Um 860 konur frá 55 löndum og fjórum heimshlutasamböndum voru mættar á ráðstefnuna.

  Ráðstefnan byrjaði á föstudagsmorguninn með opnunarathöfn þar sem drottning Malasíu var heiðursgestur. Áður en drottningin mætti þá var farið yfir siðareglur sem við áttum að fylgja. Þar á meðal máttum við ekki snúa afturendanum í drottninguna heldur bakka frá henni.  Drottningin var kynnt með nafni eða sínum u.þ.b. 20 nöfnum. 😊

  Continue reading