Jólafundur 2022






10.desember 2022
Fórum í dag fyrir hönd okkar allra og afhentum 600.000.- til Aflsins, Pietasamtakanna og Bjarmahlíðar. Vel var tekið á móti okkur í Gudmans Minde af þeim Sigríði Ástu og Erlu. Þær þökkuðu ofurvel fyrir þessa fallegu gjöf og báðu okkur að skila þakklæti til okkar allra. Vel gert hjá okkur kæru systur við erum öflugar þegar að við tökum saman höndum.
Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54, og að Aðalstræti 14 þar sem Bjarmahlíð er til húsa, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman við Zontahúsið og gekk í rólegheitum norður að Bjarmahlíð, með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, í broddi fylkingar. Þar hélt Páley tölu; hún hjóp í skarðið fyrir Bjarneyju Rún Haraldsdóttur, teymisstjóra Bjarmahlíðar, sem var auglýst ræðumaður en veiktist.
Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri, Hugin, og Verkmenntaskólans á Akureyri, Þórdunu.
Jólafundur 14. desember 2021
Haldinn að þessu sinni hjá Debbie í Austurberginu og þökkum henni höfðinglegar móttökur.
Kveikt á kertum og farið með hvatningu, markmið og það sem að Sorotimistar beita sér fyrir. Því næst hefðbundin fundarstörf en sérstaklega ánægjulegt að taka inn tvær nýjar systur þær Írisi Björk Gunnlaugsdóttir og Sigrúnu Björk Sigurðardóttir og bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn. Einnig var gestur í salnum sem að mögulega verður næsta nýja systir okkar það er hún Kristín Þöll Þórsdóttir og hlökkum til að hitta þær allar aftur.
Viðtók síðan jólasöngur með undirleik frá Reyni Schiöth þar sem að skemmtinefndin sá um. Pálínuboðið stóð sannarlega undir nafni eins og á hverju ár, svignaði undan kræsingum. Fyrri hluti starfrófssins kom með veitingar þetta árið og þökkum þeim fyrir herlegheitin.
Fjáröflunarfundur 16.nóvember 2021
Fjáröflunarnefndin bauð upp á glæsilegar kræsingar sem að hluta komu sem styrkur t.d. frá Ramma eða fiskurinn sem var í súpunni. En annars var ákveðið að fyrir utan hefðbundin fundarstörf færi tíminn okkar í samveru og að njóta saman.
Systur voru mjög oflugar að safna tombóluvinningum sem að voru hver öðrum glæsilegri. Allar systur fóru út með vinning eða vinningar. Síðan hélt Ragnheiður Gunnbjörns erindi um haustfundinn okkar sem var haldinn á Laugarbakka
En þá var komið að veislunni sjálfri við fengum glæsilegan forrétt sem var borin á öll borð og svo var það sjávarréttarsúpa með nýbökuðu brauði.
En á fundinum safnaðist 235.500.- krónur og við seldum síðan Appelísnugular rósir fyrir 415.500.-krónur sem að gera 651.000.- krónur. Vel gert kæru systur þessi peningur fer til Bjarkahlíðar sem að nýtir hann til að hlúa að konum í neyð vegna ofbeldis.